Spa & Wellness Hotel

 

Sjúkradvöl á Hótel ÍslandiSjúkradvöl á Hótel Íslands er ætlað viðskiptavinum óska eftir dvöl á hóteli í tengslum við heilbrigðisþjónustu fyrir sig og/eða aðstandendur.

Læknir sendir beiðni fyrir hönd viðskiptavinar um dvöl á hóteli, gestur ber fulla ábyrgð á því að tilvísun fylgi bókun sinni og framvísir henni við innritun. Án tilvísunar er bókunin ekki gild.

Ef viðskiptavinur er undir 18 ára aldri þá taka Sjúkratryggingar Íslands þátt í dvalarkostnaði foreldris (forráðamanns) vegna sjúkrahússinnlagnar ef a.m.k. 20 km vegalengd er á milli heimilis og sjúkrahúss. Þetta á aðeins við fyrir báða foreldra ef barnið glímir við lífshættulegan sjúkdóm. 
Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu SÍ 

 

Bóka Hér Sjúkradvöl

ATH gestur greiðir 1.476 kr á sólarhring EF ef mætt er með tilvísun.

Eyðublað fyrir beiðni/tilvísun finni þið hérVerð og greiðsla.


Tilvísun gildir sem greiðsla fyrir dvöl frá SÍ. Kostnaður sem gestur greiðir á móti SÍ er 1.476 kr á sólarhring, aðstandendur gista frítt en geta keypt veitingar óski þeir þess. 

Þjónusta á hótelinu

 

Móttaka hótelsins er opin allan sólarhringin. Hægt er að ná í móttökuna í síma 595-7000 eða með því að hringja í 7002 úr herbergissímanum

Innritun hefst klukkan 14:00 og þarf gestur að sýna skilríki og framvísa kreditkorti og tilvísun.

Útritun er klukkan 11:00 og skila þarf lyklum í móttöku hótelsins. 

Þráðlaust net er í öllum herbergjum og sameiginlegum rýmum hótelsins. Velja þarf  netið: HotelIsland_Guest og ekkert lykilorð þarf til að tengjast.

Norðurljósa spa staðsett á 0. hæð en opnunartími er frá  08:00-19:00 alla virkar daga og 10:00-14:00 um helgar. 

Nokkrar reglur og athugasemdir:


Gestir sem dvelja á Hótel Íslandi skulu vera sjálfbjarga með allar athafnir daglegs lífs. Gestir þurfa að hafa með sér öll hjálpartæki ef við á, svo sem hjólastóla, göngugrindur og hækjur. Það sama gildir um öll lyf. Gestir eiga ávallt að vera snyrtilegir og fullklæddir sameiginlegum rýmum hótelsins (ekki í náttfötum, slopp, o.s.frv.)

Öll herbergi eru með sér baðherbergi, sjónvarpi, síma og öryggishólfi.

Öll herbergi á Hótel Íslandi eru reyklaus, ef gestir verða uppvísir af því að reykja á herbergjum eða almennum rýmum verða þeir rukkaðir um 40.000 kr
Fullt fæði


Innifalið í sjúkradvöl er fullt fæði. Morgunverður er alla daga frá 06:30 - 10:00 í morgunverðarsal á sömu hæð og móttaka hótelsins.

Hádegisverður er frá 11:30 - 14:00 alla virka daga í morgunverðarsal  á sömu hæð og móttaka hótelsins. Um helgar eru ákveðnir réttir af matseðli í boði frá veitingarstað niu.

Kvöldverður er staðsettur á veitingarstað niu.
 

Við óskum ykkur ánægjulegrar dvalar.