Spa & Wellness Hotel

Upplýsingar og ráðstafanir vegna COVID-19 

Hreinlæti og aðgerðir

Hótel Ísland setur öryggi gesta og starfsmanna í forgang og fylgist daglega náið með þróun mála vegna Covid-19 faraldursins. Klínikin er dótturfélag hótelsins og er staðsett í sama húsnæði. 

En þar er boðið upp á ýmiskonar aðgerðir á skurðstofum og er það því hótelinu enn meiri ávinningur að tryggja öryggi.

Þegar faraldurinn stóð sem hæst lokuðum við hótelinu tímabundið og framkvæmdum þrif með sótthreinsandi efnum á hverju herbergi og opnu svæði.

Við leggjum mikið upp úr hreinlæti og höfum tekið upp viðbótaráðstafanir sem hér segir;

Herbergi eru leigð út minnst 24 klukkustundum milli gesta.

Við virðum 2 metra regluna öllum stundum. Höfum sett upp sérmerkingar þar sem við á og leggjum upp úr flæðisstýringu þ.e. fjölda gesta á hverri hæð hótelsins.

Starfsmenn okkar eru vel upplýstir um stöðu mála og nýjungar í hreinlætismálum. Sótthreinsispritt má finna á opnum svæðum hótelsins og aukin þrif hafa verið sett á sameiginlegum svæðum svo sem i lyftu á hurðahúnum og öðrum snertiflötum.

Ráðstafanir hafa verið gerðar á veitingastað, bæði i morgunverðarsal og á bar. Þar er fyllsta hreinlætis gætt og matvælaöryggi okkur mikilvægt.

Við hvetjum alla okkar gesti til að þvo hendur oft á dag. Hvetjum fólk til að vera heldur heima ef það finnur fyrir einkennum.

Öll vinnum við saman að öryggi og þökkum fyrir ykkar skilning.

 


Morgunverður 

Í ljósi COVID-19 má vera að morgunverðarsalur verði lokaður til að gæta fyllsta öryggis um heilbrigði og gæði. Þeir sem eiga morgunverð bókaðan hjá okkur geta óskað eftir að fá hann sendan upp á herbergi við innritun. Vinsamlega hafðu samband við hótelið til að fá frekari upplýsingar um hvaða reglugerðir eru í gildi.

 


  

Afbókanir vegna COVID-19

Vegna ástandsins sem COVID-19 er að valda erum við að bjóða gestum okkar sem hafa bókað hjá okkur herbergi á óafbókanlegum skilmálum (non refundable)  hjá okkur frá 15. mars 2020 til 31. maí 2020

 að breyta dagsetningu á bókun sinni hjá okkur sem nýta þarf innan 1 árs frá upphaflegri pöntun án kostnaðar.

Ef skilmálarnir hér að ofan eiga ekki við þína bókun er þér velkomið að senda okkur tölvupóst og við munum skoða málið fyrir þig.

Vinsamlegast athugið að ný beiðni um dagsetningu er háð framboði.

Vinsalmegast sendu beiðnina um nýjar dagsetningar með tölvupósti á booking@hotelisland.is með staðfestinganúmer og upprunalegum komudegi. 

Upprunalega staðfestingarnúmerið þitt mun gilda sem innegnin sem þú átt hjá okkur. 

Vinsamlegast hafðu í huga að þetta tilboð rennur út eftir 1 ár (frá upphaflegri pöntun) og verður ekki endurgreitt eða breytt frekar eftir þann tíma.Frekari upplýsingar hægt að nálgast hér