Spa & Wellness Hotel

Um Hótel Ísland

Hótel Ísland er staðsett við Ármúla 9 í Reykjavík í göngufæri  við miðbæinn og Laugardalinn, þar sem boðið er upp á stærstu útisundlaug landsins, grasagarðinn, Laugardalshöll og Laugardalsvöll, Húsdýra og Fjölskyldugarðinn og Skautahöllinna.
Hótelið er því tilvalið fyrir fjölskyldur og íþróttahópa sem þurfa að sækja viðburði í dalinn eða vilja dvelja miðsvæðis í borginni.

Hótel Ísland býður upp á frábæra gistingu fyrir friðsælan og streitulausan nætursvefn aðeins tvo km frá miðbænum. Allar helstu staðir eru í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð, sem gerir hótelið fullkomlega staðsett til að fá aðgang að því besta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða. Miðbærinn býður upp á fjölbreyttar verslanir, veitingastaði, söfn og menningarstarfsemi auk spennandi næturlífs.

Hótelið býður upp á 135 vel útbúin herbergi sem sum bjóða uppá útsýni yfir fjallgarðinn sem umlykur Reykjavík. Hótel Ísland er fyrsta heilsulindarhótelið á Íslandi.

Heilsulind

Heilsulindin okkar er fullkominn staður til að hjálpa þér að halda jafnvægi á milli huga, líkama og sálar. Í heilsulindinni eru þægindi þín og vellíðan í fyrirrúmi. Í heilsulindinni er heitur og kaldur pottur, fljot sundlaug, gufubað og afslappað og nútímalegt andrúmsloft.

Allir gestir okkar fá ókeypis aðgang að líkamsræktarstöð okkar. Gestum er velkomið að skrá sig í jógatíma meðan á dvöl þeirra stendur. Allar upplýsingar um jógatímana eru veittar í móttökunni við innritun. Við kunnum að bjóða einka jógakennslu ef þess er óskað í tíma.

Bílastæði

Næg bílastæði eru í boði fyrir hótelgesti okkar. Bílastæðin eru frí og eru fyrir neðan húsið og allt um kringu í ármúlanum. 

Veitingastaður

Veitingastaðurinn okkar niu er nútímalegur veitingastaður sem byggir á ástríðu fyrir alvöru mat, fyrir mat sem er ferskur, hollur og ekta. Eingöngu er notast við raunverulegt hráefni á veitingastaðnum níu. Ferskvatnsfiskur, frjálst lambakjöt og íslenskt  grænmeti. Við leggjum okkur fram um að gera hvern rétt að heilbrigðri tjáningu á ást okkar til matar og lífsins.


Starfsfólk okkar á Hótel Ísland er mjög vingarnlegt og leggur sig fram við að veita bestu mögulegu þjónustu sem völ er á.