Spa & Wellness Hotel

Spa & Wellness Hotel

Bókaðu besta verðið okkar beint hjá okkur

Bókaðu hér!

Hótel Ísland - Spa and Wellness Hotel


Hótel Ísland er staðsett við Ármúla 9 í Reykjavík í göngufæri  við miðbæinn og Laugardalinn, þar sem boðið er upp á stærstu útisundlaug landsins, grasagarðinn, Laugardalshöll og Laugardalsvöll, Húsdýra og Fjölskyldugarðinn og Skautahöllinna.
Hótelið er því tilvalið fyrir fjölskyldur og íþróttahópa sem þurfa að sækja viðburði í dalinn eða vilja dvelja miðsvæðis í borginni.

Hótel Ísland býður upp á frábæra gistingu fyrir friðsælan og streitulausan nætursvefn aðeins tvo km frá miðbænum.
Allar helstu staðir eru í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð, sem gerir hótelið fullkomlega staðsett til að fá aðgang að því besta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða. Miðbærinn býður upp á fjölbreyttar verslanir, veitingastaði, söfn og menningarstarfsemi auk spennandi næturlífs.

Hótelið býður upp á 128 vel útbúin herbergi sem sum bjóða uppá útsýni yfir fjallgarðinn sem umlykur Reykjavík. Hótel Ísland er fyrsta heilsulindarhótelið á Íslandi.

Heilsulindin okkar er fullkominn staður til að hjálpa þér að halda jafnvægi á milli huga, líkama og sálar. Í heilsulindinni eru þægindi þín og vellíðan í fyrirrúmi. Í heilsulindinni er heitur og kaldur pottur, fljot sundlaug, gufubað og afslappað og nútímalegt andrúmsloft.

Allir gestir okkar fá ókeypis aðgang að líkamsræktarstöð okkar. Gestum er velkomið að skrá sig í jógatíma meðan á dvöl þeirra stendur. Allar upplýsingar um jógatímana eru veittar í móttökunni við innritun. Við kunnum að bjóða einka jógakennslu ef þess er óskað í tíma.

Næg bílastæði eru í boði fyrir hótelgesti okkar.

Veitingastaðurinn okkar niu er nútímalegur veitingastaður sem byggir á ástríðu fyrir alvöru mat, fyrir mat sem er ferskur, hollur og ekta. Eingöngu er notast við raunverulegt hráefni á veitingastaðnum níu. Ferskvatnsfiskur, frjálst lambakjöt og íslenskt  grænmeti.
Við leggjum okkur fram um að gera hvern rétt að heilbrigðri tjáningu á ást okkar til matar og lífsins.

Starfsfólk okkar á Hótel Ísland er mjög vingarnlegt og leggur sig fram við að veita bestu mögulegu þjónustu sem völ er á. 

______________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________Wellness, relaxation and high quality nutrition

Grænkerar
Við getum séð fyrir öllum séróskum, vinsamlegast láttu okkur vita fyrirfram eða spurðu þjóninn
Fundarsalir
Við bjóðum upp á fundar- og viðburðarsali. Vinsamlegast hafðu samband við okkur á events@hotelisland.is til að fá frekari upplýsingar.
Bílastæði
Næg bílastæði eru á bak við hótelið og allt um kring
Frábær morgunverður
Byrjaðu daginn á fullkomnum morgunmat - Veldu út nýbökuðu brauði og hlaðborði af heitum og köldum valmöguleikum.
Afslöppun
Frábær leið til þess að halda jafnvægi milli huga, líkama og sálar. Láttu okkur vita ef þú vilt bóka einkatíma í jóga eða hugleiðslu á meðan dvöl þinni stendur.
Frí nettenging
Frí nettenging er inná öllum herbergjum og  öllum opnum rýmum 

Þú spyrð, við svörum!

Hverskonar morgunmat er boðið uppá?

Hótel Ísland býður uppá morgunverðarhlaðborða alla daga frá 06:30 - 10 :00. 

Hlaðborðið okkar býður upp á ýmsa heita og kalda valkosti.

Þegarherbergi er bókað, er möguleiki á að láta morgunverð fylgja með eða ekki.

Alltaf er hægt að bæta morgunverð við dvölina seinna.  

Hvenær er móttakan opin, hvenær byrjar innritun og hvenær er útritun?

Móttakan er opin allan sólarhirnginn og starfsmaður er á svæðinu öllum stundum.

Innritun hefst klukkan 14:00 og útritun er kl 11:00

Hversu langt frá flugvellinum eru þið?

Það eru um 45-50 mínútna akstur frá Keflavíkurflugvelli að hótelinu

Get In Touch

Hafðu samband

Vinsamlegast hafðu samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar eða sérstakar óskir

Phone:
+354 5957000
Email:
reception@hotelisland.is
Booking
Bókaðu hér!
Trip Advisor:
View Our Profile
Address:
Ármúli 9, 108 Reykjavik