Spa & Wellness Hotel
Yoga auglýsing, heimasíða
Endurnærandi yogahelgi í Reykjavík
icon

Kynningartilboð frá 15.000 sólarhringurinn

Yoga retreat í Reykjavík


Yoga&Heilsa, Hótel Ísland og niu bjóða uppá 4 daga endurnærandi yogadvöl, í hjarta Reykjavíkur í sumar. Dagleg yoga iðkun og hugleiðsla, gisting, spa og fullt fæði innifalið.
Takmarkaður fjöldi þáttakanda.


Dagsetningar: 9.-12.júlí eða 23.-26.júlí

Settu þig í fyrsta sæti!
Eftir langan og erfiðan vetur er gott að gefa sér nokkra daga til að hvílast, hlaða batteríin og efla líkama og sál. Við tökum okkur langa helgi, frá fimmtudegi til sunnudags, til að hreyfa líkamann, anda djúpt, róa hugann, fara inná við og finna kyrrð og ró.

Gefum líkamanum tíma og frið til að hlaða upp orku og vekjum upp okkar innri kraft. Við gerum yoga á hverjum degi og eftir hvern tíma er hægt að slaka á í dásamlegu spa með sauna, heitum og köldum potti og flotlaug, svo gæðum við okkur á dásamlegu og hollu grænmetisfæði alla dagana á veitingastaðnum niu á Hótel Íslandi.

Yogatímarnir henta öllum, hvort sem þau hafa iðkað yoga áður eða ekki. Boðið verður uppá mjúka og kröftuga yogatíma, yin yoga, yoga nidra hugleiðslu og slökun. Allur yogabúnaður er á staðnum. Kennarar Yoga&Heilsu sjá um að leiða tímana.

Kennarar

Bríet Birgisdóttir og Ása Sóley Svavarsdóttirr, eigendur Yoga&Heilsu sjá um að leiða tímana
Þið getið lesið meira um þær með því að smella á hnappin hér til hliðar:

Kennarar
Yoga

Yoga 

Daglegir yoga- og hugleiðslutímar í fallegu umhverfi 

Private Lessons

Superior herbergi

Ný uppgerð rúmgóð og notaleg herbergi

Yoga for Couples

Heilsusamlegt fæði

Dásamlegt og hollt grænmetisfæði

icon

Dagskrá 

Fimmtudagur
 Mæting og innritun á Hótel Ísland.

Kl 17:00 -18:30 yogatími í yogasal á hæð 0.

Kl 19:30 sameiginlegur kvöldverður á hótelinu.

Föstudagur
Léttur morgunmatur í morgunverðarsal.
Kl 9:00-10:30 Yogatími í yogasal á hæð 0.
Heilsudrykkur í boði eftir tímann.
Hádegisverður á hótelinu.
Kl 17:00-18:30 Yogatími í yogasal á hæð 0. 

Kvöldverður á hótelinu.

Laugardagur
Léttur morgunmatur í morgunverðarsal.
Kl 9:00-10:30 Yogatími í yogasal á hæð 0.
Heilsudrykkur í boði eftir tímann.
Hádegisverður á hótelinu.
Kl 17:00-18:30 Yogatím í yogasal á hæð 0. 

Kvöldverður á hótelinu.

Sunnudagur
Léttur morgunmatur í morgunverðarsal.
Kl 9:00-11:00 Yogatími og kveðjustund í yogasal á hæð 0. Heilsudrykkur í boði eftir tímann.
Útritun af hótelinu.

Yoga breytir ekki aðeins því sem við sjáum, heldur umbreytir einstaklingnum sem sér

icon

Verð og upplýsingar

Innifalið í verðinu er:
Gisting í 3 nætur
Morgunmatur alla dvölina
Hádegismatur föstudag og laugardag
Kvöldmatur alla dvölina
Yogatímar x 6(allur yogabúnaður á staðnum)
Heilsudrykkur eftir yogatíma x 3 

Drykkir með máltíðum eru keyptir aukalega.

Sólarhringur í yoga retreat

19.000 kr

Verð á mann á nótt í einstaklingsherbergi.
Samtals 57.000 kr fyrir einn í 4 daga og 3 nætur

Kaupa

Sólarhringur í yoga retreat

15.000 kr

Verð á mann á nótt í 2ja manna herbergi.
Samtals 45.000 kr á mann fyrir tvo í 4 daga og 3 nætur

Kaupa